20.900 kr
Believe - Welcome X Britney Spears
Fyrstu hjólabrettamyndbönd Welcome Skateboards innihéldu oft lög eftir Britney Spears sem þóttu kraftmikil og passa vel við ungt og upprennandi hjólabrettafyrirtæki. Mörgum árum seinna var ákveðið að endurvekja samstarfið og gera hjólabrettalínu byggða á grafík plötu Britney “…baby one more time”. Hjólabrettaplatan Believe er úr sjö laga hágæða North American Hard Rock Maple. Stærðin hentar vel byrjendum sem lengra komnum. Hjólabrettaplata sem enginn Britney aðdáandi ætti að láta framhjá sér fara.
*Stærð: 8,25 x 31,95