850 kr
Money Makes... - Peningagjafakort
Grafísku hönnuðirnir Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir standa á bakvið hönnunarstofuna Reykjavík Letterpress. Þar er boðið upp á alhliða grafíska hönnun en einnig hafa þær sérhæft sig í Letterpress prentun sem er aldargömul prentaðferð en með nútíma tvisti. Ástríða fyrir grafískri áferð og þeirri dýpt sem prentaðferðin gefur skilar sér í margskonar fallegum prentgripum sem nú fást í SJOPPUNNI. Allt frá hengimiðum og bókum í servíettur og boðskort. Komdu og kannaðu úrvalið, þú hlýtur að finna eitthvað sem þig vantar.
*Stærð: 13,5 x 13,5 cm
Pappírinn í þessu korti er gerður úr peningaseðlum. Við upptöku Evrunnar voru hollensk Gyllini og þýsk Mörk tætt niður, blönduð við trjáfría kvoðu og úr því gerður þessi fíni pappír. Hvað er meira viðeigandi fyrir peningagjöf?